Innlent

Koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á 15 stöðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Skortur hefur verið á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á sumum stöðum á landinu.
Skortur hefur verið á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á sumum stöðum á landinu. Vísir/Pjetur

Vegagerðin vinnur nú að því að koma fyrir salernum fyrir ferðamenn á fimmtán stöðum hringinn í kringum landið. Stjórnstöð ferðamála hefur skilgreint bætt aðgengi ferðamanna að salernum á landsbyggðinni sem brýnt forgangsmál, sérstaklega á þeim stöðum í vegakerfinu þar sem langt er í þjónustu.

Við val á staðsetningu var höfð hliðsjón af því að langt væri til næsta þjónustustaðar, að því er segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðuneytið stendur straum af öllum kostnaði við verkefnið, sem nemur liðlega 90 milljónum króna. Um tilraunaverkefni er að ræða og verður reynslan af því metin eftir sumarið.

Suðurland

 • Djúpá (4)
 • Laufskálavarða (4)
Vesturland
 • Reykjadalsá – Dalir (2)
 • Kattahryggur (2)
Vestfirðir
 • Melanes (2)
 • Hvalsá (2)
 • Hvannadalsá (2)
 • Hvítanes (2)
Norðurland
 • Ljósavatn (2)
Norðausturland
 • Jökulsá á fjöllum (2)
 • Hringvegur við Norðausturveg/Vopnafjörður (2)
 • Jökulá á Dal (2)
Suðausturland
 • Fossá (2)
 • Þvottá (2)
 • Hestagerði (2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.