Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:00 Steve Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017 Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08