Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Gula byssan sést hér í aðgerðum sérsveitarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Byssan getur stöðvað hættulegan einstakling í 45 metra fjarlægð með nokkurri nákvæmni og hefur henni einu sinni verið beitt. Mynd/aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira