Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 13:51 Líf Magneudóttir klæddist þjóðbúningi við athöfnina í kirkjugarðinum við Suðurgötu í morgun. Vísir/Friðrik Þór Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10
Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00