Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2017 13:10 Líf segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“ Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“
Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45