Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2017 13:10 Líf segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“ Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, fordæmir vopnaburð sérsveitar ríkislögreglu harðlega í nýrri Facebookfærslu. Og segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá er vopnaburður sérsveitarinnar afar umdeildur en gripið var til þess að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem tíunduð er í nýju hættumati. Málið er afar umdeilt og skiptast menn í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja þetta auka öryggi og öryggistilfinningu borgarinnar og svo þeir sem telja þetta þvert á móti ala á ótta. Og sé reyndar fremur til þess fallið að skapa grundvöll fyrir ógn og jafnvel skærum. Líf er í seinni hópnum. „Það er alveg með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní og á tónlistarviðburðinum Secret Solstice (sem borgin veitir leyfi fyrir),“ segir Líf. Hún er líkast til að vísa til fréttar sem var í hádegisfréttum á RÚV þess efnis. „Þó sérlög gildi um lögregluna þá þykir mér eðlilegt að yfirvöld hafi samband við önnur yfirvöld um þessi mál. Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur.“ Líf segir seinna á þræði sem myndast hefur undir þessari færslu hennar að það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. „Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað? Óskiljanlegt.“
Tengdar fréttir Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45