Dregið hefur úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2017 21:30 Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira