Dregið hefur úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2017 21:30 Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira