Dregið hefur úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2017 21:30 Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Átaksverkefni til að draga úr umferðarslysum kínverskra ferðamanna hér á landi hefur skilað góðum árangri. Slysum fækkaði hlutfallslega á milli ára. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum landsins hafa verið nokkuð mikið í umræðunni síðustu misseri og er það kannski ekki að undra þar sem Kínverjar eru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slasast í umferðinni hér á landi. Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en árið 2015 voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega og einn sem lést. Vegna þessa fór Samgöngustofa í samstarf við kínverska sendiráðið á Íslandi og Íslenska sendiráðið í Kína til að vinna að forvörnum og fræðslu fyrir þá Kínverja sem ætla að ferðast til Íslands. Um er að ræða fræðsluefni sem kínverskir ferðamenn fá afhent áður en þeir koma til landsins. „Og jafnframt að deila myndbandi sem Samgöngustofa hefur látið gera um þá sértöðu sem er í umferðinni hér á Íslandi og þetta er að skila okkur býsna góðum árangri. Árið 2016 fækkaði þeim kínversku ferðamönnum sem slösuðust hér í umferðinni um einn. Þannig þeir voru 35 sem er nú kannski ekki mjög marktækur árangur í sjálfum sér en á sama tíma þá fjölgaði þeim sem hingað komu um fjörutíu prósent. Þetta er árangur í rétt átt þrátt fyrir mikla fjölgun á sama tíma,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka saman tölur fyrir árið 2017 hefur Þórhildur á tilfinningunni að slysunum sé enn að fækka. Hún segir að Samgöngustofa hafi til að mynda fengið spurnir af því frá kínverska sendiráðinu að fulltrúar þaðan séu nú sjaldnar kallaðir út vegna slysa. Þórhildur segir að það sé ekki svo að kröfur um ökuréttindi séu minni í Kína en annars staðar. Líklegast sé að ólíkar aðstæður sé helsti áhrifavaldur slysatíðninnar. „Þegar það verður svona mikil aukning í slysum þá fara alls konar sögur af stað en við höfum kannað það sérstaklega hvernig ökunámi er háttað í Kína og við getum ekki séð að það sé neitt verra en gengur og gerist,“ segir Þórhildur Elín.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira