Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 10:36 Frá vettvangi. vísir Ökumaður bíls sem lögreglan veitti eftirför á Hellisheiði á leið austur í morgun, sem endaði úti í Ölfusá, er kominn á land. Hann var í framhaldinu fluttur af vettvangi í sjúkrabíl og til Reykjavíkur. Maðurinn var með meðvitund samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi þegar honum var bjargað en blóðugur að sögn sjónarvotta. Hann hafði verið á þaki bílsins úti í Ölfusá í töluverða stund. Eftirför lögreglu hófst klukkan 09:56 í Ártúnsbrekku þar sem ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu. Eftirförinni lauk svo þegar fólksbíllinn sem maðurinn ók hafnaði í Ölfusá. Maðurinn náði að koma sér út úr bílnum og upp á þak hans rétt undir Ölfusárbrúnni. Var Ölfusárbrú í framhaldinu lokað. Björgunarsveitarmenn komu línu til mannsins sem hann festi sig í á meðan reynt var að ná til hans á báti. Rétt fyrir klukkan ellefu var maðurinn kominn á fast land en björgunarsveitarmenn björguðu honum á báti. Mikill viðbúnaður er á staðnum og fjöldi fólks fylgdist með björgunaraðgerðum. Auk lögreglu og björgunarsveita var stigabíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang auk þess sem kranabíll er á vettvangi þar sem hífa á bílinn upp úr ánni.Uppfært klukkan 11:23. Myndband af björgunaraðgerðum í Ölfusá má sjá hér fyrir neðan.Kranabíll slökkviliðsins var sendur á vettvang. Úti í ánni má sjá björgunarbát og bílinn sem lögreglan veitti eftirför.Myndband af því þegar björgunarbátur siglir niður ána til móts við manninn má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Ökumaður bíls sem lögreglan veitti eftirför á Hellisheiði á leið austur í morgun, sem endaði úti í Ölfusá, er kominn á land. Hann var í framhaldinu fluttur af vettvangi í sjúkrabíl og til Reykjavíkur. Maðurinn var með meðvitund samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi þegar honum var bjargað en blóðugur að sögn sjónarvotta. Hann hafði verið á þaki bílsins úti í Ölfusá í töluverða stund. Eftirför lögreglu hófst klukkan 09:56 í Ártúnsbrekku þar sem ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu. Eftirförinni lauk svo þegar fólksbíllinn sem maðurinn ók hafnaði í Ölfusá. Maðurinn náði að koma sér út úr bílnum og upp á þak hans rétt undir Ölfusárbrúnni. Var Ölfusárbrú í framhaldinu lokað. Björgunarsveitarmenn komu línu til mannsins sem hann festi sig í á meðan reynt var að ná til hans á báti. Rétt fyrir klukkan ellefu var maðurinn kominn á fast land en björgunarsveitarmenn björguðu honum á báti. Mikill viðbúnaður er á staðnum og fjöldi fólks fylgdist með björgunaraðgerðum. Auk lögreglu og björgunarsveita var stigabíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang auk þess sem kranabíll er á vettvangi þar sem hífa á bílinn upp úr ánni.Uppfært klukkan 11:23. Myndband af björgunaraðgerðum í Ölfusá má sjá hér fyrir neðan.Kranabíll slökkviliðsins var sendur á vettvang. Úti í ánni má sjá björgunarbát og bílinn sem lögreglan veitti eftirför.Myndband af því þegar björgunarbátur siglir niður ána til móts við manninn má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21