Illt í hjartanu og vill hjálpa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:15 Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda