Hefur áhyggjur af réttindum starfsmanna Ríkisútvarpsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Kolbeinn Proppé spurðist fyrir um starfsmannahald RÚV, en það hefur tekið langan tíma að fá svör. vísir/pjetur „Mér finnst að stofnun eins og Ríkisútvarpið, flaggskip íslenskrar menningar, beri að vera með svona hluti á hreinu. Hagræðingarkrafa eða rekstrartölur mega aldrei verða til þess að það sé gengið á réttindi starfsmanna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra um fjölda starfsmanna á verktakasamningi við RÚV. „Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu og ekki bara að taka þátt og þátt, heldur séu að sinna fullri starfsskyldu en séu ekki fastráðnir starfsmenn heldur verktakar,“ segir Kolbeinn við Fréttablaðið. Þá vill hann líka vita hversu langan tíma það tekur hjá starfsmönnum stofnunarinnar að fá fastráðningu. „Af því að það eru ákveðin réttindi sem fylgja því,“ bætir Kolbeinn við.Kolbeinn Óttarsson ProppéÁ þingfundi í fyrradag sakaði Kolbeinn ráðherra menningarmála, Kristján Þór Júlíusson, um að víkja sér undan því að svara fyrirspurninni vegna þess að hún væri óþægileg. Fréttablaðið hefur aftur á móti þær upplýsingar frá ráðuneytinu að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum frá Ríkisútvarpinu. Svör við fyrirspurninni hafi hins vegar dregist vegna þess að tímafrekt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Kolbeinn hefur hins vegar ítrekað sagt að það hljóti að vera hægt að svara þessari upplýsingu greiðlega. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé mjög auðvelt að svara þessari spurningu fyrir starfsmannahald RÚV. Það er ekki verið að biðja um neina greiningu, bara tölulegar staðreyndir,“ segir hann. Kolbeinn óttast að sé verktakasamningum að fjölga hjá RÚV sé stofnunin að fara á svig við kjarasamninga og launataxta. „Ef þú ert ráðinn inn sem verktaki þá eru það bara samningar milli þín og verkkaupans,“ segir Kolbeinn og bætir við að þar með njóti starfsmaðurinn ekki lengur þeirra réttinda sem fylgir því að vera launþegi. „Mér finnst ótækt að þetta viðgangist hjá ríkisstofnun, jafnvel þótt hún sé opinbert hlutafélag,“ segir Kolbeinn. Ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnumarkaðsmálum og hvað varðar réttindi starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
„Mér finnst að stofnun eins og Ríkisútvarpið, flaggskip íslenskrar menningar, beri að vera með svona hluti á hreinu. Hagræðingarkrafa eða rekstrartölur mega aldrei verða til þess að það sé gengið á réttindi starfsmanna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra um fjölda starfsmanna á verktakasamningi við RÚV. „Maður hefur heyrt það að verktakar séu í auknum mæli að sinna starfinu og ekki bara að taka þátt og þátt, heldur séu að sinna fullri starfsskyldu en séu ekki fastráðnir starfsmenn heldur verktakar,“ segir Kolbeinn við Fréttablaðið. Þá vill hann líka vita hversu langan tíma það tekur hjá starfsmönnum stofnunarinnar að fá fastráðningu. „Af því að það eru ákveðin réttindi sem fylgja því,“ bætir Kolbeinn við.Kolbeinn Óttarsson ProppéÁ þingfundi í fyrradag sakaði Kolbeinn ráðherra menningarmála, Kristján Þór Júlíusson, um að víkja sér undan því að svara fyrirspurninni vegna þess að hún væri óþægileg. Fréttablaðið hefur aftur á móti þær upplýsingar frá ráðuneytinu að ítrekað hafi verið óskað eftir svörum frá Ríkisútvarpinu. Svör við fyrirspurninni hafi hins vegar dregist vegna þess að tímafrekt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Kolbeinn hefur hins vegar ítrekað sagt að það hljóti að vera hægt að svara þessari upplýsingu greiðlega. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé mjög auðvelt að svara þessari spurningu fyrir starfsmannahald RÚV. Það er ekki verið að biðja um neina greiningu, bara tölulegar staðreyndir,“ segir hann. Kolbeinn óttast að sé verktakasamningum að fjölga hjá RÚV sé stofnunin að fara á svig við kjarasamninga og launataxta. „Ef þú ert ráðinn inn sem verktaki þá eru það bara samningar milli þín og verkkaupans,“ segir Kolbeinn og bætir við að þar með njóti starfsmaðurinn ekki lengur þeirra réttinda sem fylgir því að vera launþegi. „Mér finnst ótækt að þetta viðgangist hjá ríkisstofnun, jafnvel þótt hún sé opinbert hlutafélag,“ segir Kolbeinn. Ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í vinnumarkaðsmálum og hvað varðar réttindi starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira