Leikstjóri Wonder Woman slær met Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 14:29 Patty Jenkins. Vísir/Getty Patty Jenkins, leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman, hefur slegið met en hún er nú sá kvenkyns leikstjóri sem hefur leikstýrt aðsóknarmestu kvikmyndinni á opnunarhelgi í Bandaríkjunum og Kanada. BBC greinir frá. Myndin hefur rakað inn rúmum 100 milljónum dollara í miðasölu og skákar Jenkyns því Sam Taylor-Johnson sem áður átti metið en kvikmyndin Fifty Shades of Grey í leikstjórn Taylor-Johnson halaði inn 85 milljónum dollara í miðasölu á opnunarhelginni. Wonder Woman er fyrsta ofurhetjumyndin sem framleidd er í Hollywood sem er leikstýrt af kvenkyns leikstjóra. Myndin hefur fengið glimrandi viðtökur og hafa gagnrýnendur almennt séð verið jákvæðir í garð myndarinnar. Er myndin undanfari komandi Justice League kvikmyndar, þar sem Wonder Woman mætir aftur ásamt fleiri ofurhetjum úr heimi DC Comics. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Patty Jenkins, leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman, hefur slegið met en hún er nú sá kvenkyns leikstjóri sem hefur leikstýrt aðsóknarmestu kvikmyndinni á opnunarhelgi í Bandaríkjunum og Kanada. BBC greinir frá. Myndin hefur rakað inn rúmum 100 milljónum dollara í miðasölu og skákar Jenkyns því Sam Taylor-Johnson sem áður átti metið en kvikmyndin Fifty Shades of Grey í leikstjórn Taylor-Johnson halaði inn 85 milljónum dollara í miðasölu á opnunarhelginni. Wonder Woman er fyrsta ofurhetjumyndin sem framleidd er í Hollywood sem er leikstýrt af kvenkyns leikstjóra. Myndin hefur fengið glimrandi viðtökur og hafa gagnrýnendur almennt séð verið jákvæðir í garð myndarinnar. Er myndin undanfari komandi Justice League kvikmyndar, þar sem Wonder Woman mætir aftur ásamt fleiri ofurhetjum úr heimi DC Comics.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira