Erlent

Kjörstaðir opna í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Kjörstöðum lokar síðan klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og er búist við fyrstu tölum fljótlega upp úr því.
Kjörstöðum lokar síðan klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og er búist við fyrstu tölum fljótlega upp úr því. Vísir/AFP
Bretar ganga til kosninga í dag og kjósa sér fulltrúa á breska þingið. Kjörstaðir opnuðu klukkan sex að íslenskum tíma og er kosið á 40 þúsund stöðum víðs vegar um landið.

650 þingmenn og konur verða valin í dag og eru tæplega 47 milljónir manna á kjörskrá. Kjörsókn í síðustu kosningum, árið 2015, þar sem Íhaldsmenn náðu hreinum meirihluta, var 66,4 prósent sem var aukning frá kosningunum 2010.

Kjörstöðum lokar síðan klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og er búist við fyrstu tölum fljótlega upp úr því.

Í þetta skiptið er aðeins kosið til þings og ekki í sveitastjórnir eins og oft áður, og því vonast menn til að tölur liggi fyrir fyrr en ella, þó er ekki búist við því að endanleg úrslit verði ljós fyrr en um miðjan dag á morgun, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×