Einn hinna handteknu ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 13:45 Frá vettvangi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. vísir/eyþór Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45