Engin þreytumerki á Ronaldo | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Ronaldo skoraði tvö í Ríga. vísir/getty Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30
Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17
Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45