Staða Viðreisnar afar þröng Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2017 06:00 Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir harðneiti að fara fyrir lista Viðreisnar í borginni. vísir/vilhelm/anton Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira