Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 18:06 Héraðsdómur taldi mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina. Vísir/Pjetur Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira