Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 18:06 Héraðsdómur taldi mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina. Vísir/Pjetur Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira