Líkur á að samkomulag náist fyrir vikulok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 12:39 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs. Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Meiri líkur en minni eru á að samkomulag náist í kjaradeilu sjúkraflutningamanna fyrir vikulok, segir Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bundnar eru vonir við að hægt verði að ljúka við gerð nýs kjarasamning á fundi þeirra með samninganefnd ríkisins næsta föstudag. „Menn eru bara áfram að vinna og stefna að því að gera kjarasamning fljótlega. Fundur okkar í gær gekk vel og skriður eru kominn á viðræðurnar,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ bætir hann við, aðspurður.Hætta á frekari uppsögnum Sjúkraflutningamenn hafa verið óánægðir með kjör sín og sögðu nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Þeir frestuðu hins vegar gildistöku uppsagna um eina viku þann 18. maí síðastliðinn, en uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Valdimar segir að allt kapp verði lagt á að ná samkomulagi til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. „Það er á hreinu að við verðum að semja. Það eru bara ekki þessar uppsagnir heldur er hætta á fleirum ef menn fá ekki betri kjör,“ segir hann.Alvarleg staða uppi Byggðarráð Blönduósbæjar lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í sjúkraflutningsmálum og skoraði á velferðar- og fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamninga. „Mikilvægi sjúkraflutninga á Blönduósi er öllum ljóst, svæðið er stórt frá Kili í suðri út á Skagatá í norðri og þjóðvegur 1 liggur í gegnum svæðið. Það er afar mikilvægt fyrir íbúa og gesti svæðisins að ljúka þessu máli án tafar til að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir í ályktun byggðarráðs.
Blönduós Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34 Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. 16. maí 2017 19:34
Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum. 20. maí 2017 07:00
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00