Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys varð í Austur-Húnavatnssýslu í gær. mynd/höskuldur birkir Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31