Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2017 07:00 Hart er tekist á um veru sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði og sitt sýnist hverjum. vísir/pjetur Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands(HSN) um að setja á fót vettvangshóp í Ólafsfirði til að auka viðbragðsflýti í kjölfar þess að HSN ætlar að slá af vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði. Bæjaryfirvöld telja þetta vera mál ríkis en ekki sveitarfélaga. Forstjóri HSN segir miður að ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. HSN ætlar að skerða þjónustu á svæðinu og hafa aðeins sjúkraflutningamenn á Dalvík og á Siglufirði. Við það eru íbúar á svæðinu ósáttir. Til að koma til móts við áhyggjur óskaði HSN eftir aðkomu sveitarfélagsins að því setja upp átta til tólf manna viðbragðssveit.Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN„Vettvangslið er þannig sett upp að í samstarfi við slökkvilið eða björgunarsveit yrði um tíu manna teymi sem snýr að því að þegar eitthvað brátt kemur upp á séu viðbrögð skjót og lágmarksbúnaður til staðar,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Slík teymi eru til dæmis á Kjalarnesi, Kópaskeri og í Mývatnssveit þar sem svolítill tími fer í að koma bíl á staðinn.“ „Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð,“ segir í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sem hvetur forstjóra til að leita annarra leiða svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og Ólafsfirðinga, segir málið grafalvarlegt. „Þetta er á engan hátt málefni sveitarfélagsins. Þessi þjónusta er á herðum ríkisins og það er skylda HSN að koma þessum málum í réttan farveg. Hér er um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða. Bæði eru auknar samgöngur á Tröllaskaga vegna ferðamennsku að vetri og sumri og því mikilvægt að öryggi vegfarenda sé tryggt,“ segir Bjarkey. Jón Helgi segir að ákvörðun HSN standi óbreytt. „Það er miður að ekki hafi verið fallist á stofnun vettvangshópsins en ekkert við því að gera. Þetta breytir ekki ákvörðun HSN um að sjúkrabílnum verði lagt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands(HSN) um að setja á fót vettvangshóp í Ólafsfirði til að auka viðbragðsflýti í kjölfar þess að HSN ætlar að slá af vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði. Bæjaryfirvöld telja þetta vera mál ríkis en ekki sveitarfélaga. Forstjóri HSN segir miður að ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. HSN ætlar að skerða þjónustu á svæðinu og hafa aðeins sjúkraflutningamenn á Dalvík og á Siglufirði. Við það eru íbúar á svæðinu ósáttir. Til að koma til móts við áhyggjur óskaði HSN eftir aðkomu sveitarfélagsins að því setja upp átta til tólf manna viðbragðssveit.Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN„Vettvangslið er þannig sett upp að í samstarfi við slökkvilið eða björgunarsveit yrði um tíu manna teymi sem snýr að því að þegar eitthvað brátt kemur upp á séu viðbrögð skjót og lágmarksbúnaður til staðar,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Slík teymi eru til dæmis á Kjalarnesi, Kópaskeri og í Mývatnssveit þar sem svolítill tími fer í að koma bíl á staðinn.“ „Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð,“ segir í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar sem hvetur forstjóra til að leita annarra leiða svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og Ólafsfirðinga, segir málið grafalvarlegt. „Þetta er á engan hátt málefni sveitarfélagsins. Þessi þjónusta er á herðum ríkisins og það er skylda HSN að koma þessum málum í réttan farveg. Hér er um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða. Bæði eru auknar samgöngur á Tröllaskaga vegna ferðamennsku að vetri og sumri og því mikilvægt að öryggi vegfarenda sé tryggt,“ segir Bjarkey. Jón Helgi segir að ákvörðun HSN standi óbreytt. „Það er miður að ekki hafi verið fallist á stofnun vettvangshópsins en ekkert við því að gera. Þetta breytir ekki ákvörðun HSN um að sjúkrabílnum verði lagt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira