Þúsund hermenn á götum Bretlands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum