Þúsund hermenn á götum Bretlands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn. Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn.
Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira