Úlfarsfelli breytt í Everest Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 12:47 Úlfarsfell er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Guðrúnu Harpa Bjarnadóttir Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“ Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira