Úlfarsfelli breytt í Everest Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 12:47 Úlfarsfell er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Guðrúnu Harpa Bjarnadóttir Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“ Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira