Kjördæmapólitík ræður vegabótum Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Rifflur voru settar í veginn á sínum tíma á Vesturlandsveg og Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss. Ódýr og árangursrík aðgerð sem fækkaði alvarlegum umferðarslysum á þessum köflum verulega. vísir/pjetur Þrátt fyrir nákvæmar upplýsingar um hvar alvarleg umferðarslys verða helst í íslensku vegakerfi eru þær aðeins nýttar í undantekningartilfellum við ákvarðanatöku um vegabætur. Nýsamþykkt samgönguáætlun gerir aðeins ráð fyrir umbótum á tveimur af tuttugu slysamestu vegum landsins. Lyktar af úreltri byggðapólitík, segir sérfræðingur. „Ég vil halda því fram að við eigum að líta til slysanna miklu meira en við höfum gert. Stjórnmálamenn slá um sig og segja að vegabætur snúist um umferðaröryggi, en byggja ekki á neinu því til staðfestingar. Við gætum, byggt á þeim upplýsingum sem við höfum, fækkað alvarlegum umferðarslysum um helming á aðeins fjórum árum með því að beina fjármagni þangað sem flest alvarlegustu slysin verða,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.Ólafur Kr. GuðmundssonÓlafur bendir á að ný samgönguáætlun sýni þessa sögu með afgerandi hætti, þegar 20 slysamestu vegir landsins eru skoðaðir. Einu bæturnar sem verða gerðar á stöðunum á þessum sorglega lista á næstunni eru mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg og lagfæringar á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli. „Allir aðrir stórir slysavegir á landinu fá ekkert til úrbóta og engar tengingar gerðar milli slysa og fjárframlaga. Megnið af fjárveitingum til nýframkvæmda er að renna í einkagöng á Bakka við Húsavík, sem almenningur fær ekki að nota, og Vaðlaheiðargöng, sem bætir ekki umferðaröryggi svo að neinu nemur,“ segir Ólafur. Hann bætir við, þegar mannleg eymd er tekin út fyrir sviga, að á hverju ári missi íslenskt samfélag tæplega 200 manns vegna alvarlegra umferðarslysa. Árið 2016 voru þeir 233 sem létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni. Meðaltal síðustu 10 ára eru 193 einstaklingar. Á 20 slysamestu vegum landsins urðu á sex ára tímabili – 2009 til 2014 – 462 slys, þar af 232 alvarleg og banaslys, eða helmingur. Þó eru þessir vegakaflar ekki nema 551 kílómetri af vegakerfinu. Tíu slysamestu vegirnir eru ekki nema 194 kílómetrar, flestir í nágrenni við og á höfuðborgarsvæðinu. Margir þeirra eru í ágætu lagi, en með veikleikum sem enginn vandi er að laga ef vilji er til, segir Ólafur, og nefnir verkefni eins og að klára Reykjanesbrautina, Vesturlandsveginn og Suðurlandsveg – en þessar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu hefur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, nefnt að bæta mætti með stórum framkvæmdum næstu árin og fjármagna þær með veggjöldum. Stærstu gloppurnar eru þó ljósastýrðu gatnamótin í þéttbýli, að sögn Ólafs. Þar verða flest verstu slysin. „Öll 20 slysamestu gatnamót landsins eru á höfuðborgarsvæðinu og engin áform eru um að laga þau, og reyndar staðið gegn því, eins og á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, þar sem allt er klárt af hendi Vegagerðarinnar, en þeir fá ekki að framkvæma vegna andstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur,“ segir Ólafur. „Það blasir við að niðurröðun verkefna í vegamálum ákvarðast af gamaldags byggðapólitík og kreddum, en ekki rökum og staðreyndum um umferðaröryggi. Þetta er þjóðhagslegt tap sem jafngildir tveimur til þremur prósentum af landsframleiðslu á hverju einasta ári. Okkur vantar að gera markvissa áætlun í þessu efni, eins og aðrar þjóðir gera. Setja alvöru markmið, byggt á tölfræði og faglegri nálgun. Það gera aðrar þjóðir og eru að ná miklu meiri árangri en við. Samt eru allar forsendur hér fyrir hendi, en ekki notaðar af stjórnmálamönnum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Þrátt fyrir nákvæmar upplýsingar um hvar alvarleg umferðarslys verða helst í íslensku vegakerfi eru þær aðeins nýttar í undantekningartilfellum við ákvarðanatöku um vegabætur. Nýsamþykkt samgönguáætlun gerir aðeins ráð fyrir umbótum á tveimur af tuttugu slysamestu vegum landsins. Lyktar af úreltri byggðapólitík, segir sérfræðingur. „Ég vil halda því fram að við eigum að líta til slysanna miklu meira en við höfum gert. Stjórnmálamenn slá um sig og segja að vegabætur snúist um umferðaröryggi, en byggja ekki á neinu því til staðfestingar. Við gætum, byggt á þeim upplýsingum sem við höfum, fækkað alvarlegum umferðarslysum um helming á aðeins fjórum árum með því að beina fjármagni þangað sem flest alvarlegustu slysin verða,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.Ólafur Kr. GuðmundssonÓlafur bendir á að ný samgönguáætlun sýni þessa sögu með afgerandi hætti, þegar 20 slysamestu vegir landsins eru skoðaðir. Einu bæturnar sem verða gerðar á stöðunum á þessum sorglega lista á næstunni eru mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg og lagfæringar á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli. „Allir aðrir stórir slysavegir á landinu fá ekkert til úrbóta og engar tengingar gerðar milli slysa og fjárframlaga. Megnið af fjárveitingum til nýframkvæmda er að renna í einkagöng á Bakka við Húsavík, sem almenningur fær ekki að nota, og Vaðlaheiðargöng, sem bætir ekki umferðaröryggi svo að neinu nemur,“ segir Ólafur. Hann bætir við, þegar mannleg eymd er tekin út fyrir sviga, að á hverju ári missi íslenskt samfélag tæplega 200 manns vegna alvarlegra umferðarslysa. Árið 2016 voru þeir 233 sem létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni. Meðaltal síðustu 10 ára eru 193 einstaklingar. Á 20 slysamestu vegum landsins urðu á sex ára tímabili – 2009 til 2014 – 462 slys, þar af 232 alvarleg og banaslys, eða helmingur. Þó eru þessir vegakaflar ekki nema 551 kílómetri af vegakerfinu. Tíu slysamestu vegirnir eru ekki nema 194 kílómetrar, flestir í nágrenni við og á höfuðborgarsvæðinu. Margir þeirra eru í ágætu lagi, en með veikleikum sem enginn vandi er að laga ef vilji er til, segir Ólafur, og nefnir verkefni eins og að klára Reykjanesbrautina, Vesturlandsveginn og Suðurlandsveg – en þessar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu hefur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, nefnt að bæta mætti með stórum framkvæmdum næstu árin og fjármagna þær með veggjöldum. Stærstu gloppurnar eru þó ljósastýrðu gatnamótin í þéttbýli, að sögn Ólafs. Þar verða flest verstu slysin. „Öll 20 slysamestu gatnamót landsins eru á höfuðborgarsvæðinu og engin áform eru um að laga þau, og reyndar staðið gegn því, eins og á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, þar sem allt er klárt af hendi Vegagerðarinnar, en þeir fá ekki að framkvæma vegna andstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur,“ segir Ólafur. „Það blasir við að niðurröðun verkefna í vegamálum ákvarðast af gamaldags byggðapólitík og kreddum, en ekki rökum og staðreyndum um umferðaröryggi. Þetta er þjóðhagslegt tap sem jafngildir tveimur til þremur prósentum af landsframleiðslu á hverju einasta ári. Okkur vantar að gera markvissa áætlun í þessu efni, eins og aðrar þjóðir gera. Setja alvöru markmið, byggt á tölfræði og faglegri nálgun. Það gera aðrar þjóðir og eru að ná miklu meiri árangri en við. Samt eru allar forsendur hér fyrir hendi, en ekki notaðar af stjórnmálamönnum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum