Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2017 21:30 Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. Nýliðinn vetur skilaði fleiri erlendum ferðamönnum til landsins en allt árið 2014. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá ævintýralegar tölur um fjölgun ferðamanna. Tölur sem fengust frá Ferðamálastofu í dag benda ekki til þess að hátt verðlag sé farið að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Þvert á móti er fjölgun milli aprílmánaðar í fyrra og aprílmánaðar í ár hreint ótrúleg, eða 62 prósent. Yfir 150 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í síðasta mánuði, miðað við 95 þúsund í sama mánuði í fyrra. Flestir komu frá Bandaríkjunum, eða 40 þúsund, Bretar voru næstfjölmennastir, um 28 þúsund, en Norðurlandabúar samantaldir voru þriðji stærsti hópurinn, um 17 þúsund. Athygli vekur veruleg fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjamanna, um 100%, og Kanadamanna, um 137%.Tölurnar ofan á súlunum sýna fjölda ferðamanna í þúsundum í hverjum mánuði. Tölurnar inni í súlunum sýna hlutfallslega fjölgun frá sama mánuði í fyrra.Tölurnar fyrir nýliðinn vetur sýna að núna gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að hver einasti vetrarmánuður skilaði yfir eitthundrað þúsund erlendum ferðamönnum. Fæstir komu í desember, 125 þúsund, en flestir í mars, 168 þúsund, og 154 þúsund komu í apríl. Samtals voru þetta yfir milljón ferðamenn þessa sjö vetrarmánuði. Tölurnar yfir hlutfallslega fjölgun sýna að hún var mest 76 prósent í desember, og 75 prósent í janúar, en minnst 45 prósent í mars. Í venjulegum rekstri hefðu sennilega flestir talið sig fullsæla með 5-10% aukningu milli ára. Íslenska ferðaþjónustan hefur hins vegar í vetur, frá októberbyrjun til aprílloka, notið 60% fjölgunar ferðamanna. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að það er ekkert lát á íslenska ferðamannaævintýrinu. Heildarfjöldi ferðamanna um Leifsstöð á hverju ári í þúsundum talið frá 2005 til 2016.Þetta súlurit lýsir þróuninni undanfarin tólf ár. Frá árinu 2005 fjölgaði ferðamönnum hægt úr 360 þúsund á ári upp í 460 þúsund 2010, árið sem Eyjafjallajökull gaus, en síðan hefur ferðamannastraumurinn rokið upp, fór fyrst yfir millljón 2015 og í fyrra í 1.768 þúsund.Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna um Leifsstöð milli ára frá 2005.Tölur um hlutfallslega breytingu milli ára undanfarin tólf ár sýna að ferðamönnum fækkaði lítillega á árunum eftir hrun, 2009 og 2010, en þá hófst ævintýrið, sem toppað var með 40 prósenta fjölgun í fyrra. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. Nýliðinn vetur skilaði fleiri erlendum ferðamönnum til landsins en allt árið 2014. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá ævintýralegar tölur um fjölgun ferðamanna. Tölur sem fengust frá Ferðamálastofu í dag benda ekki til þess að hátt verðlag sé farið að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Þvert á móti er fjölgun milli aprílmánaðar í fyrra og aprílmánaðar í ár hreint ótrúleg, eða 62 prósent. Yfir 150 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í síðasta mánuði, miðað við 95 þúsund í sama mánuði í fyrra. Flestir komu frá Bandaríkjunum, eða 40 þúsund, Bretar voru næstfjölmennastir, um 28 þúsund, en Norðurlandabúar samantaldir voru þriðji stærsti hópurinn, um 17 þúsund. Athygli vekur veruleg fjölgun ferðamanna frá Norður-Ameríku, bæði Bandaríkjamanna, um 100%, og Kanadamanna, um 137%.Tölurnar ofan á súlunum sýna fjölda ferðamanna í þúsundum í hverjum mánuði. Tölurnar inni í súlunum sýna hlutfallslega fjölgun frá sama mánuði í fyrra.Tölurnar fyrir nýliðinn vetur sýna að núna gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að hver einasti vetrarmánuður skilaði yfir eitthundrað þúsund erlendum ferðamönnum. Fæstir komu í desember, 125 þúsund, en flestir í mars, 168 þúsund, og 154 þúsund komu í apríl. Samtals voru þetta yfir milljón ferðamenn þessa sjö vetrarmánuði. Tölurnar yfir hlutfallslega fjölgun sýna að hún var mest 76 prósent í desember, og 75 prósent í janúar, en minnst 45 prósent í mars. Í venjulegum rekstri hefðu sennilega flestir talið sig fullsæla með 5-10% aukningu milli ára. Íslenska ferðaþjónustan hefur hins vegar í vetur, frá októberbyrjun til aprílloka, notið 60% fjölgunar ferðamanna. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að það er ekkert lát á íslenska ferðamannaævintýrinu. Heildarfjöldi ferðamanna um Leifsstöð á hverju ári í þúsundum talið frá 2005 til 2016.Þetta súlurit lýsir þróuninni undanfarin tólf ár. Frá árinu 2005 fjölgaði ferðamönnum hægt úr 360 þúsund á ári upp í 460 þúsund 2010, árið sem Eyjafjallajökull gaus, en síðan hefur ferðamannastraumurinn rokið upp, fór fyrst yfir millljón 2015 og í fyrra í 1.768 þúsund.Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna um Leifsstöð milli ára frá 2005.Tölur um hlutfallslega breytingu milli ára undanfarin tólf ár sýna að ferðamönnum fækkaði lítillega á árunum eftir hrun, 2009 og 2010, en þá hófst ævintýrið, sem toppað var með 40 prósenta fjölgun í fyrra.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45