Telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2017 11:15 Angelo Uyleman. Fréttablaðið/Anton Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015. Angelo var þá búinn að vera í einangrun í níu sólarhringa en mál hans vakti nokkra athygli þegar það kom upp á sínum tíma þar sem hann er greindarskertur. Þetta kom fram í máli verjanda Angelo, Ómars Arnar Bjarnþórssonar, þegar málið var flutt fyrir Hæstarétti á mánudag en Angelo var í Héraðsdómi Reykjaness í september í fyrra dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu ásamt þremur öðrum mönnum, öðrum Hollendingi og tveimur Íslendingum. Málinu var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar. Verjandinn sagði Angelo krefjast sýknu á grundvelli þess að ekki hefði komið fram lögfelld sönnun um sekt hans. Angelo var ákærður fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands í bíl af gerðinni Volkswagen Touran en um var að ræða 19,5 kíló af amfetamíni og 2,5 kíló af kókaíni. Þau voru afar vel falin í bílnum ef marka má orð verjandans þar sem nánast þurfti að taka bílinn í sundur til að finna þau.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands með Norrænu. vísir/GVASagði spurningar lögreglu ekki hafa verið skýrar eða ótvíræðar Það væri því ekki hægt að slá því föstu að hann hefði vitað um fíkniefnin sem voru í bílnum eða haft um það grunsemdir auk þess sem Angelo hefði ekki haft neina möguleika á að kanna hvað kynni að leynast í bifreiðinni. Þá benti Ómar jafnframt á að miðað við háttalag Angelo í aðdraganda ferðarinnar, þar sem hann gortaði sig meðal annars af því á samfélagsmiðlum að hann væri að fara í vinnuferð til Íslands, væri ekki að sjá að hann hafi áttað sig á raunverulegum tilgangi hennar. Varðandi þær ólögmætu aðferðir sem Angelo telur síðan að lögreglan hafi beitt í yfirheyrslu þann 7. október vísaði verjandi hans í 3. málsgrein 63. greinar sakamálalaga en hún er svohljóðandi: „Spurningar lögreglu skulu vera skýrar og ótvíræðar. Ekki má rugla skýrslugjafa með ósannindum eða á annan hátt eða beita hann neins konar ólögmætri þvingun í orði eða verki.“ Sagði verjandi Angelo að í þessari yfirheyrslu hefðu spurningar lögreglu svo sannarlega ekki verið skýrar eða ótvíræðar heldur þvert á móti. Þá hefði verið sagt við hann í yfirheyrslunni að framburður hans væri kjaftæði og kæmi til með að láta hann líta illa út. Hann ætti því að hætta að ljúga.Verjendur í málinu í Hæstarétti á mánudag.vísir/gvaÆtti sérstaklega við vegna andlegs ástands Angelo „Í framhaldi af því segja lögreglumennirnir honum ósatt um Peter [innsk. blm. hinn Hollendingurinn sem ákærður var í málinu]. Þeir segja honum að Peter hafi játað aðild sína að málinu og greint frá aðild Jeffrey [innsk. blm. Angelo] en þetta er rangt. Í raun játaði Peter aldrei né benti á meðákærða Jeffrey. Þá felst einnig í því sem fram kemur í skýrslunni óbein þvingun þegar lögreglumennirnir segja honum að framburður hans sé þannig að hann muni fá fangelsisdóm fyrir brotið,“ sagði Ómar fyrir Hæstarétti á mánudag. Þá væri ekki aðeins byggt á því að um brot á sakamálalögum væri að ræða með þessum aðferðum lögreglu í yfirheyrslunni heldur ætti þetta sérstaklega við í tilviki Angelo vegna andlegs ástands hans. „Lögreglan sem stýrði yfirheyrslunni viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði strax áttað sig á því að ákærði væri ekki alveg heill. Var þessum lögreglumönnum því sérstaklega uppálagt að beita ekki slíkum aðferðum við skýrslutöku, það er aðferðum sem eru til þess fallnar að rugla hann og fá ekki réttan framburð,“ sagði verjandi Anglo.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð málsins fór fram.vísir/ernirÞessi hluti skýrslutökunnar rataði ekki í gögn málsins Þá benti hann á að Angelo væri með skerta greind og taka þyrfti mið af þroskaskeiði hans en sálfræðingur sem fenginn var til að meta þroska hans sagði fyrir héraðsdómi að hún staðsetti hann sem 12 ára í aldri. Angelo varð þrítugur fyrr á þessu ári. Auk þess lýsti verjandinn því hvernig Angelo reyndi alltaf að þóknast viðmælendum sínum. Þannig mætti heyra það á honum í skýrslutökunni að hann vildi þóknast lögreglumönnunum og losna þannig undan frekari reiðilestri af þeirra hendi. Ómar gagnrýndi svo að þessi hluti upptökunnar sem hann hafði lýst fyrir Hæstarétti væri ekki að finna í endurriti hennar. Þegar verjandinn fór að kanna þetta kom jafnframt í ljós að þessi atriði höfðu ekki heldur verið skrifuð á geisladisk heldur þurfti Ómar sjálfur að óska eftir því að upprunalega skráin yrði lögð fram. Sagði verjandinn að hvorki lögregla né héraðssaksóknari hefðu gefið skýringar á því hvers vegna þessum hluta yfirheyrslunnar hefði verið haldið utan gagna málsins.Eins og greint var frá fyrr í vikunni fór saksóknari fram á þyngri dóma yfir ákærðu en þeir fengu í héraði. Angelo var þar dæmdur í fimm ára fangelsi en saksóknari fer fram á sex til átta ára dóm yfir honum fyrir Hæstarétti sem hefur fjórar vikur til þess að kveða upp sinn dóm í málinu. Tengdar fréttir Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30 Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015. Angelo var þá búinn að vera í einangrun í níu sólarhringa en mál hans vakti nokkra athygli þegar það kom upp á sínum tíma þar sem hann er greindarskertur. Þetta kom fram í máli verjanda Angelo, Ómars Arnar Bjarnþórssonar, þegar málið var flutt fyrir Hæstarétti á mánudag en Angelo var í Héraðsdómi Reykjaness í september í fyrra dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að smyglinu ásamt þremur öðrum mönnum, öðrum Hollendingi og tveimur Íslendingum. Málinu var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar. Verjandinn sagði Angelo krefjast sýknu á grundvelli þess að ekki hefði komið fram lögfelld sönnun um sekt hans. Angelo var ákærður fyrir að flytja fíkniefnin hingað til lands í bíl af gerðinni Volkswagen Touran en um var að ræða 19,5 kíló af amfetamíni og 2,5 kíló af kókaíni. Þau voru afar vel falin í bílnum ef marka má orð verjandans þar sem nánast þurfti að taka bílinn í sundur til að finna þau.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands með Norrænu. vísir/GVASagði spurningar lögreglu ekki hafa verið skýrar eða ótvíræðar Það væri því ekki hægt að slá því föstu að hann hefði vitað um fíkniefnin sem voru í bílnum eða haft um það grunsemdir auk þess sem Angelo hefði ekki haft neina möguleika á að kanna hvað kynni að leynast í bifreiðinni. Þá benti Ómar jafnframt á að miðað við háttalag Angelo í aðdraganda ferðarinnar, þar sem hann gortaði sig meðal annars af því á samfélagsmiðlum að hann væri að fara í vinnuferð til Íslands, væri ekki að sjá að hann hafi áttað sig á raunverulegum tilgangi hennar. Varðandi þær ólögmætu aðferðir sem Angelo telur síðan að lögreglan hafi beitt í yfirheyrslu þann 7. október vísaði verjandi hans í 3. málsgrein 63. greinar sakamálalaga en hún er svohljóðandi: „Spurningar lögreglu skulu vera skýrar og ótvíræðar. Ekki má rugla skýrslugjafa með ósannindum eða á annan hátt eða beita hann neins konar ólögmætri þvingun í orði eða verki.“ Sagði verjandi Angelo að í þessari yfirheyrslu hefðu spurningar lögreglu svo sannarlega ekki verið skýrar eða ótvíræðar heldur þvert á móti. Þá hefði verið sagt við hann í yfirheyrslunni að framburður hans væri kjaftæði og kæmi til með að láta hann líta illa út. Hann ætti því að hætta að ljúga.Verjendur í málinu í Hæstarétti á mánudag.vísir/gvaÆtti sérstaklega við vegna andlegs ástands Angelo „Í framhaldi af því segja lögreglumennirnir honum ósatt um Peter [innsk. blm. hinn Hollendingurinn sem ákærður var í málinu]. Þeir segja honum að Peter hafi játað aðild sína að málinu og greint frá aðild Jeffrey [innsk. blm. Angelo] en þetta er rangt. Í raun játaði Peter aldrei né benti á meðákærða Jeffrey. Þá felst einnig í því sem fram kemur í skýrslunni óbein þvingun þegar lögreglumennirnir segja honum að framburður hans sé þannig að hann muni fá fangelsisdóm fyrir brotið,“ sagði Ómar fyrir Hæstarétti á mánudag. Þá væri ekki aðeins byggt á því að um brot á sakamálalögum væri að ræða með þessum aðferðum lögreglu í yfirheyrslunni heldur ætti þetta sérstaklega við í tilviki Angelo vegna andlegs ástands hans. „Lögreglan sem stýrði yfirheyrslunni viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði strax áttað sig á því að ákærði væri ekki alveg heill. Var þessum lögreglumönnum því sérstaklega uppálagt að beita ekki slíkum aðferðum við skýrslutöku, það er aðferðum sem eru til þess fallnar að rugla hann og fá ekki réttan framburð,“ sagði verjandi Anglo.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð málsins fór fram.vísir/ernirÞessi hluti skýrslutökunnar rataði ekki í gögn málsins Þá benti hann á að Angelo væri með skerta greind og taka þyrfti mið af þroskaskeiði hans en sálfræðingur sem fenginn var til að meta þroska hans sagði fyrir héraðsdómi að hún staðsetti hann sem 12 ára í aldri. Angelo varð þrítugur fyrr á þessu ári. Auk þess lýsti verjandinn því hvernig Angelo reyndi alltaf að þóknast viðmælendum sínum. Þannig mætti heyra það á honum í skýrslutökunni að hann vildi þóknast lögreglumönnunum og losna þannig undan frekari reiðilestri af þeirra hendi. Ómar gagnrýndi svo að þessi hluti upptökunnar sem hann hafði lýst fyrir Hæstarétti væri ekki að finna í endurriti hennar. Þegar verjandinn fór að kanna þetta kom jafnframt í ljós að þessi atriði höfðu ekki heldur verið skrifuð á geisladisk heldur þurfti Ómar sjálfur að óska eftir því að upprunalega skráin yrði lögð fram. Sagði verjandinn að hvorki lögregla né héraðssaksóknari hefðu gefið skýringar á því hvers vegna þessum hluta yfirheyrslunnar hefði verið haldið utan gagna málsins.Eins og greint var frá fyrr í vikunni fór saksóknari fram á þyngri dóma yfir ákærðu en þeir fengu í héraði. Angelo var þar dæmdur í fimm ára fangelsi en saksóknari fer fram á sex til átta ára dóm yfir honum fyrir Hæstarétti sem hefur fjórar vikur til þess að kveða upp sinn dóm í málinu.
Tengdar fréttir Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30 Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30
Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31
Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels