Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu á Akranesi Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 06:00 HB Grandi ætlaði að flytja landvinnslu frá Reykjavík upp á Skaga - nú snýr málið öfugt við að óbreyttu. vísir/eyþór Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, að vissum skilyrðum uppfylltum. Verði af uppbyggingunni mun hún kosta um þrjá milljarða króna þegar allt er talið. Ný og fullgerð hafnaraðstaða verður ekki að fullu tilbúin til notkunar fyrr en að fimm til sex árum liðnum.Gísli GíslasonStjórn Faxaflóahafna kom saman daginn fyrir skírdag og var bókaður sá vilji stjórnar að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi gæti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir lægi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið, eða nýtingu mannvirkjanna. Hafnarstjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi, og þá að henni yrði hætt að óbreyttu, en samtal um uppbyggingu hafnaraðstöðunnar hófst strax árið 2007. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að með þessari samþykkt sé ljóst að Faxaflóahafnir séu tilbúnar að leggja í þessa miklu fjárfestingu ef allir aðilar málsins ná saman.Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar Samkvæmt þessum orðum Gísla er boltinn því alfarið í höndum HB Granda þar sem afstaða Akranesbæjar er löngu ljós, enda var uppbyggingin útspil bæjarins til að koma í veg fyrir að HB Grandi hætti landvinnslu sinni strax. Fyrirtækið samþykkti með semingi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og Faxaflóahafnir og frestaði ákvörðun sinni um framtíð landvinnslu fram á sumarið. „Það er hægt að segja að uppfyllingin kosti 1,3 til 1,4 milljarða. Síðan er allt annað innan hafnar um milljarður, sem er endurnýjun á bryggjunni, hafnargarður og aðgerðir til að skapa meira rými fyrir stærri skip. Þetta er því tveir og hálfur milljarður þegar allt er talið,“ segir Gísli sem tekur fram að þegar skattar eru meðtaldir sé verðmæti framkvæmdanna um þrír milljarðar. Hann bætir við að mögulega væri hægt að klára verkið árið 2021, en skipulagsmálin gætu dregist og lengt framkvæmdatímann enn. Gísli svarar því játandi að framkvæmdirnar séu háðar því að HB Grandi vilji auka umsvif sín á Skaganum. Í þær verði ekki farið að öðrum kosti. „Nei, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það á alla vega við um uppfyllinguna en það kemur að því að við verðum að fara í endurnýjun á viðlegukantinum gamla. En það yrði þá á næstu tíu árum, eða eitthvað slíkt,“ segir Gísli. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag telur formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, að HB Grandi ætli ekki að hætta við ákvörðun sína. Viðræður við Faxaflóahafnir og bæinn séu fyrirsláttur eins og komið hafi fram í viðtölum við forstjóra fyrirtækisins, Vilhjálm Vilhjálmsson, að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, að vissum skilyrðum uppfylltum. Verði af uppbyggingunni mun hún kosta um þrjá milljarða króna þegar allt er talið. Ný og fullgerð hafnaraðstaða verður ekki að fullu tilbúin til notkunar fyrr en að fimm til sex árum liðnum.Gísli GíslasonStjórn Faxaflóahafna kom saman daginn fyrir skírdag og var bókaður sá vilji stjórnar að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi gæti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir lægi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið, eða nýtingu mannvirkjanna. Hafnarstjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi, og þá að henni yrði hætt að óbreyttu, en samtal um uppbyggingu hafnaraðstöðunnar hófst strax árið 2007. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að með þessari samþykkt sé ljóst að Faxaflóahafnir séu tilbúnar að leggja í þessa miklu fjárfestingu ef allir aðilar málsins ná saman.Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar Samkvæmt þessum orðum Gísla er boltinn því alfarið í höndum HB Granda þar sem afstaða Akranesbæjar er löngu ljós, enda var uppbyggingin útspil bæjarins til að koma í veg fyrir að HB Grandi hætti landvinnslu sinni strax. Fyrirtækið samþykkti með semingi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og Faxaflóahafnir og frestaði ákvörðun sinni um framtíð landvinnslu fram á sumarið. „Það er hægt að segja að uppfyllingin kosti 1,3 til 1,4 milljarða. Síðan er allt annað innan hafnar um milljarður, sem er endurnýjun á bryggjunni, hafnargarður og aðgerðir til að skapa meira rými fyrir stærri skip. Þetta er því tveir og hálfur milljarður þegar allt er talið,“ segir Gísli sem tekur fram að þegar skattar eru meðtaldir sé verðmæti framkvæmdanna um þrír milljarðar. Hann bætir við að mögulega væri hægt að klára verkið árið 2021, en skipulagsmálin gætu dregist og lengt framkvæmdatímann enn. Gísli svarar því játandi að framkvæmdirnar séu háðar því að HB Grandi vilji auka umsvif sín á Skaganum. Í þær verði ekki farið að öðrum kosti. „Nei, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það á alla vega við um uppfyllinguna en það kemur að því að við verðum að fara í endurnýjun á viðlegukantinum gamla. En það yrði þá á næstu tíu árum, eða eitthvað slíkt,“ segir Gísli. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag telur formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, að HB Grandi ætli ekki að hætta við ákvörðun sína. Viðræður við Faxaflóahafnir og bæinn séu fyrirsláttur eins og komið hafi fram í viðtölum við forstjóra fyrirtækisins, Vilhjálm Vilhjálmsson, að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57