Innlent

Eykur fé til landvörslu

Sveinn Arnarsson skrifar
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/anton brink
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 160 milljónir aukalega til landvörslu í sumar og í haust. Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á frekari landvörslu og verndun viðkvæmra svæða. Fjármagn til verksins hefur verið tryggt úr fjármálaráðuneytinu.

Þær stofnanir sem um ræðir munu í framhaldinu vinna að því að forgangsraða þessum fjármunum á þau svæði þar sem þau telja neyðina brýnasta til aukinnar landvörslu.

„Aukinn fjöldi ferðamanna sem sækja landið okkar heim kallar á það að við spýtum í lófana hvað varðar að vernda viðkvæm svæði hér á landi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Því er það mikið gleðiefni að auknum fjármunum verði varið í landvörslu til verndunar íslenskra náttúruperla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×