Stormasamur gærdagur fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Nordicphotos/AFP Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira