Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:52 Umfangsmikil netárás var gerð í að minnsta kosti 99 löndum í gær. vísir/epa Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00