Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi er Þingvellir. Þar er þegar byrjað að innheimta bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30