Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Í sérlögum um þjóðgarðinn er heimild fyrir innheimtu þessara gjalda. vísir/pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira