Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Í sérlögum um þjóðgarðinn er heimild fyrir innheimtu þessara gjalda. vísir/pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun á næstunni kynna í ríkisstjórn frumvarp um heimild sveitarfélaga til að leggja á bílastæðagjöld í dreifbýli. „Þetta er nú orðið dagaspursmál heldur en hitt. Það er ekki búið að afgreiða þetta inn til ríkisstjórnar en þetta er í lokafrágangi,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt frumvarpinu munu sveitarfélög fá heimildir til að leggja á bílastæðagjöld og fá óskertar tekjur af þeim en yrði skylt að verja þeim í að byggja upp bílastæði og þjónustu sem tengist þeim.Jón Gunnarssonvísir/pjetur„Að menn byggi upp salernisaðstöðu eða einhverja aðstöðu fyrir þá sem eru að nýta sér þjónstuna,“ útskýrir Jón og bætir við að tekjurnar yrðu þá líka nýttar til að greiða fyrir gæslu. Jón segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur ráðuneyti við samningu frumvarpsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir tvær meginlínur í stefnumörkun sambandsins varðandi tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu. Gjaldtaka á bílastæðum sé önnur þeirra en hin sé hlutdeild í gistináttaskattinum. „Það hefur verið mikið samráð við okkur. Ég veit ekki hver staðan er á málinu en við viljum fá þetta í gegn,“ segir Halldór.Ólafur Örn HaraldssonHann býst við að frumvarpið geri ráð fyrir því að hvert sveitarfélag ráði fjárhæðinni sem innheimt er á hverjum stað fyrir sig. Halldór kveðst ánægður með þingmálið. „Við mætum svo fyrir þingnefnd ef við höfum einhverjar athugasemdir í lokin,“ segir hann. Á Þingvöllum hafa frá júní 2016 verið innheimt bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga um þjóðgarðinn. Tekjur vegna þeirra námu um 70 milljónum króna í fyrra. Fimm hundruð krónur eru innheimtar fyrir einkabíl en hærra verð fyrir hópbíla og eru verðflokkarnir þrír. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er ánægður með hvernig til hefur tekist með gjaldtökuna. „Þetta hefur gengið vel, ef maður á að segja það í einni setningu,“ segir hann. En ýmis úrlausnarefni hafi verið varðandi tæknilegar hliðar. Laga hafi þurft netsamband þar sem ekki er ljósleiðari á Þingvöllum. Rafkerfið þoldi nýja fyrirkomulagið ekki heldur. Ólafur þjóðgarðsvörðu segir að tekjurnar fari í endurbætur á aðstöðunni og aðbúnaði á bílastæðum, rekstur á kerfunum sem til þarf, launagreiðslur vegna gæslu á bílastæðunum og fleira. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira