Svekkt og samningslaus suður með sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2017 15:19 Frá Ásbrú á Reykjanesi. Vísir/heiða Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði. Mikil umræða hefur skapast um málið á íbúagrúppu Ásbrúar en ljóst er að margir þeirra sem töldu að þeir ættu von á íbúð á Ásbrú eru nú í verulegum vandræðum vegna þessa.Sögðust hafa hringt í um hundrað mannsGerður Petra Ásgeirsdóttir, ein þeirra sem stóð í þeirri meiningu að hún myndi flytja inn í íbúð á Ásbrú um mánaðamótin, hélt á fund leigufélagsins í gær til að forvitnast um stöðu mála. „Ég fór því ég vildi fara að skrifa undir leigusamning,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Á skrifstofunni var henni tilkynnt að ekkert yrði af því að hún fengi íbúð. Verið væri að hringja í um hundrað manns og tilkynna þeim hið sama. Gerður var búin að segja upp leigunni þar sem hún býr núna, komin með vilyrði fyrir íbúð en engan samning.Engar aðrar skýringar gefnar en að verið væri að selja íbúðirnarFinnbogi Andersen fékk einnig símtal í gær. Hann og kona hans, Rannveig Berthelsen, hafa verið húsnæðislaus síðan um síðustu mánaðamót og hafa brúað bilið með því að gista hjá vinum og svo í sumarbústað. Hjónin bjuggust við að flytja inn í seinasta lagi 9. júní. Finnbogi segist ekki vita hvað þau gera nú en líkt og Gerður voru þau ekki komin með leigusamning. Þau töldu sig hins vegar vera með loforð um íbúð. „Þetta var nú bara frekar einfalt símtal og strákgreyinu leið nú ekki vel með þetta sem var settur í símann. Hann sagði að hann væri að hringja með slæmar fréttir því eigendurnir væru hættir við að leigja út íbúðina og hugmyndin væri að selja þær á almennum markaði. Engar aðrar skýringar voru gefnar en hann sagði að ef þetta gengi ekki eftir þá væru með listana yfir leigjendur og þá yrði mögulega haft samband við okkur,“ segir Finnbogi í samtali við Vísi.„Skelfilegt ástand“ Rannveig segir þau Finnboga heppin að vera ekki með börn og lenda í þessu en hún segir að í blokkinni sem þau áttu að fá inni í hafi 24 fjölskyldur átt von á íbúð. Finnbogi segir afar lítið af leiguíbúðum á markaðnum. Hann sé byrjaður að líta í kringum sig en afar erfitt sé að fá húsnæði. „Þetta er bara skelfilegt ástand. Svona framkoma þegar það er búið að úthluta þér íbúð og þú ert búinn að ganga út frá því en það er ekki búið að gera við þig samning, þá eiga orð að vera jafngild pappír,“ segir Finnbogi. UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Ásbrú ehf væri í eigu Íslenskra fasteigna ehf. Hið rétta er að Íslenskar fasteignir eiga undir tíu prósenta hlut í félaginu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira