Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. maí 2017 05:00 Taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. vísir/eyþór Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira