Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. maí 2017 05:00 Taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. vísir/eyþór Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira