Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:00 Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira