Karlar breyta ekki því sem konur ákváðu sjálfar um húsmæðraorlof Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór „Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
„Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00