Fatlaður fær kennslu eftir áralanga baráttu Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Kristján Logi þarf á mikilli aðstoð að halda. Akureyrarbær hefur nú viðurkennt rétt hans til sjúkrakennslu utan skóla. vísir/auðunn Akureyrarbær hefur viðurkennt rétt fjölfatlaðs drengs til heimakennslu í veikindum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að bæjaryfirvöld hefðu neitað honum um kennslu og viljað skoða rétt sveitarfélagsins. Kostnaður fylgir því að kenna barni fjarri skólastofnun. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn. Akureyrarbær neitaði Kristjáni Loga um þessi réttindi sín og ákváðu foreldrar hans að skjóta málinu til menntamálaráðuneytisins. Á fundi foreldra með bæjaryfirvöldum, lögfræðingi sveitarfélagsins, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs í vikunni kom fram að unnið yrði að málinu svo tryggt væri að réttindi hans yrðu virt á næsta skólaári. „Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu var viðurkenndur á fundi með bæjaryfirvöldum í vikunni,“ segir Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir drengsins. „Okkur var lofað að hann muni fá sjúkrakennslu hér eftir og að fyrir næsta skólaár verði tilbúið verkferli, sem við höfum nú kallað eftir í nokkur ár, um útfærslu sjúkrakennslunnar.“ Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir á nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. Foreldrarnir eru að vonum ánægðir með málalyktir. „Þó það sé erfitt að þurfa að ganga svona langt til að tryggja réttindi barnsins er ljóst að það þurfti. Nú vonum við að þetta komi til með að standa næsta vetur,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, sagði á sínum tíma bæinn ekki geta veitt þessa þjónustu og vitnaði til fordæma í Reykjavík. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ sagði Soffía. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Akureyrarbær hefur viðurkennt rétt fjölfatlaðs drengs til heimakennslu í veikindum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að bæjaryfirvöld hefðu neitað honum um kennslu og viljað skoða rétt sveitarfélagsins. Kostnaður fylgir því að kenna barni fjarri skólastofnun. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn. Akureyrarbær neitaði Kristjáni Loga um þessi réttindi sín og ákváðu foreldrar hans að skjóta málinu til menntamálaráðuneytisins. Á fundi foreldra með bæjaryfirvöldum, lögfræðingi sveitarfélagsins, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs í vikunni kom fram að unnið yrði að málinu svo tryggt væri að réttindi hans yrðu virt á næsta skólaári. „Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu var viðurkenndur á fundi með bæjaryfirvöldum í vikunni,“ segir Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir drengsins. „Okkur var lofað að hann muni fá sjúkrakennslu hér eftir og að fyrir næsta skólaár verði tilbúið verkferli, sem við höfum nú kallað eftir í nokkur ár, um útfærslu sjúkrakennslunnar.“ Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir á nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. Foreldrarnir eru að vonum ánægðir með málalyktir. „Þó það sé erfitt að þurfa að ganga svona langt til að tryggja réttindi barnsins er ljóst að það þurfti. Nú vonum við að þetta komi til með að standa næsta vetur,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, sagði á sínum tíma bæinn ekki geta veitt þessa þjónustu og vitnaði til fordæma í Reykjavík. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ sagði Soffía.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00