Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára. Hann er fjölfatlaður og þarf oft að vera lengi frá skóla vegna fötlunar sinnar. vísir/auðunn Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira