Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2017 19:45 Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María. Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María.
Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira