Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2017 19:45 Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels