Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 19:27 Í samkomulaginu sem forsætisráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs -og landbúnaðarráðherra, iðnaðarráðherra og samgönguráðherra skrifuðu undir í dag, er gert ráð fyrr að ráðuneytin vinni saman að aðgerðaráætlun í loftlagsmálum með aðkomu stjórnarandstöðu og hagsmunaaðila. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar.Hvenær teljið þið að að við getum náð þessum Parísar markmiðum? „Nú fer af stað þessi vinna um að setja niður markmið og setja niður mælikvarðana. Þannig að ég vil aðeins fá að leyfa því að gerast. En auðvitað viljum við ná markmiðunum sem fyrst. Ekki seinna en 2030. Það er alveg á hreinu. En það verður bara aðeins að fá að vinnast áður en ég svara því nákvæmlega,“ segir Björt. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna að lagningu borgarlínu sem kosta mun allt að 100 milljarða og ætlað er að draga úr bílaumferð. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina jákvæða gagnvart því verkefni.Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir aðkomu ríkisins að borgarlínu. Þar eru nefndar stórar upphæðir. Er ríkisvaldið tilbúið að koma að því verkefni? „Það er auðvitað þannig að það þarf peninga til að bæta lífsgæðin. En .að er eitt af því sem gerist til framtíðar. Eins og umhverfisráðherra benti á er þetta eitt af málunum sem við erum að skoða og höfum skuldbundið okkur til að skoða í stjórnarsáttmálanum og viljum gjarnan gera það. En þetta mál er skammt á veg komið. Það er rétt að leggja áherslu á það. En við viljum skoða það mjög gaumgæfilega og sjáum í því tækifæri,“ segir Benedikt. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í samkomulaginu sem forsætisráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs -og landbúnaðarráðherra, iðnaðarráðherra og samgönguráðherra skrifuðu undir í dag, er gert ráð fyrr að ráðuneytin vinni saman að aðgerðaráætlun í loftlagsmálum með aðkomu stjórnarandstöðu og hagsmunaaðila. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar.Hvenær teljið þið að að við getum náð þessum Parísar markmiðum? „Nú fer af stað þessi vinna um að setja niður markmið og setja niður mælikvarðana. Þannig að ég vil aðeins fá að leyfa því að gerast. En auðvitað viljum við ná markmiðunum sem fyrst. Ekki seinna en 2030. Það er alveg á hreinu. En það verður bara aðeins að fá að vinnast áður en ég svara því nákvæmlega,“ segir Björt. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna að lagningu borgarlínu sem kosta mun allt að 100 milljarða og ætlað er að draga úr bílaumferð. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina jákvæða gagnvart því verkefni.Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir aðkomu ríkisins að borgarlínu. Þar eru nefndar stórar upphæðir. Er ríkisvaldið tilbúið að koma að því verkefni? „Það er auðvitað þannig að það þarf peninga til að bæta lífsgæðin. En .að er eitt af því sem gerist til framtíðar. Eins og umhverfisráðherra benti á er þetta eitt af málunum sem við erum að skoða og höfum skuldbundið okkur til að skoða í stjórnarsáttmálanum og viljum gjarnan gera það. En þetta mál er skammt á veg komið. Það er rétt að leggja áherslu á það. En við viljum skoða það mjög gaumgæfilega og sjáum í því tækifæri,“ segir Benedikt.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira