Byggja þarf upp frá grunni við Jökulsárlón Svavar Hávarðsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Jökulsárlón er einstakt á heimsvísu – gestafjöldi stefnir í milljón. Fréttablaðið/Valli Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira