Óttast ekki að missa Granda á Akranes Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2017 05:00 HB Grandi hefur gefið út að ytri þættir stýri því að vinnsla verði ekki á báðum stöðum. Fréttablaðið/AntonBrink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira