Óttast ekki að missa Granda á Akranes Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2017 05:00 HB Grandi hefur gefið út að ytri þættir stýri því að vinnsla verði ekki á báðum stöðum. Fréttablaðið/AntonBrink Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast ekki að milljarða uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi þýði að störf flytjist frá HB Granda í Reykjavík upp á Akranes. Forstjóri HB Granda hefur útilokað að fyrirtækið haldi áfram bolfiskvinnslu á báðum stöðunum. „Nei, ég óttast það ekki að HB Grandi fari upp á Akranes. Það er mjög mikilvægt að hafnsækin starfsemi verði áfram í borginni,“ segir Dagur. Faxaflóahafnir, Akranes og HB Grandi eiga nú í viðræðum um uppbyggingu hafnarmannvirkja sem kosta á annan milljarð króna sem alfarið verður greitt af Faxaflóahöfnum. Reykvíkingar eiga um 75 prósent af Faxaflóahöfnum,. Til að af uppbyggingunni verður þurfa allir aðilar að samþykkja hana og tryggingu fyrir áframhaldandi starfsemi HB Granda á Skaganum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur sagt útilokað að fyrirtækið verði á báðum stöðum með vinnslu. Það sé vegna ytri þátta og hafnarframkvæmdir skipti þannig engu máli.Dagur B Eggertsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna„Áform um uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi eiga sér langa sögu og þessar hugmyndir eru ekki að verða til núna. Allt frá árinu 2007 hefur verið markmið að byggja upp hafnarmannvirki á Akranesi fyrir hafnsækna starfsemi,“ segir Dagur sem er formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Viðræður eru í ágætum og eðlilegum farvegi.“ Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum, segir af og frá að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi upp á tæpa tvo milljarða feli í sér að HB Grandi hverfi frá Reykjavík. Verkefnið sé arðbært hvort sem HB Grandi ætli sér að vera á Akranesi eða ekki. „Ég horfi ekki þannig á verkefnið og samþykkti uppbygginguna ekki á þeim forsendum,“ segir Marta. „Það er markmið Faxaflóahafna að byggja upp alla okkar hafnaraðstöðu. Við gætum séð ný fyrirtæki nýta sér höfnina á Akranesi. Ég legg mikla áherslu á að HB Grandi verði enn með starfsemi í Reykjavík,“ bætir Marta við.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira