Innlent

Notum 40 kíló af plasti á mann

Sæunn Gísladóttir skrifar
Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum og skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu.
Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum og skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu. Vísir/Pjetur

Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum. Skilar aðeins lítill hluti sér til endurvinnslu eða endurnýtingar. Meirihluti þess er urðaður eða endar í hafinu. Talið er að það verði meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050.

Íslendingur notar að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Landvernd vekur athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi dagana 25. apríl til 7. maí með átakinu Hreinsum Ísland. Vonast er til að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Er fólk hvatt til að nota minna plast.

Skipuleggja má sína eigin strandhreinsun og veitir Landvernd ráð á síðunni hreinsumisland.is. 

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.