Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 10:22 Pétur segir Eyrúnu og þau innan lögreglunnar stunda tilraunalögfræði, málið á hendur sér hafi verið della frá upphafi til enda. „Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt. Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
„Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt.
Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17