Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 13:58 Pétur Gunnlaugsson er dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Útvarp Saga Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“ Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“
Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48