Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 14:20 Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðamaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur. Útvarp Saga Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur. Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur.
Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48