Urðu skelfingu lostin þegar ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. apríl 2017 21:02 Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira