Urðu skelfingu lostin þegar ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. apríl 2017 21:02 Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira