Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 06:00 Thomas Möller Olsen lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. vísir/vilhelm Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15