Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 09:55 Thomas Moller Olsen hefur verið ákærður. Vísir/Anton Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24