Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent